Púlsinn

Púlsinn 9. mars

Arnar Gunnlaugsson verður gestur hjá Fótbolta.net á X-inu á morgun.  
Arnar tilkynnti nýlega að hann væri hættur fótboltaiðkun eftir langan og farsælan feril. Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga milli tólf og tvö.


Hljómsveitin Agent Fresco heldur órafmagnaða tónleika í Gamla Bíói í kvöld. Þeim til halds og traust verða Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar í Eldar.
Hlustendur Xins geta átt möguleika á að vinna miða á tónleikana í dag en annars er almenn miðasala á Miði.is og í Gamla Bíói.


Í kvöld verður mikið um dýrðir á Bar 11. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á staðnum undanfarnar vikur og á föstudaginn verður nýr og stórglæsilegur tónleikasalur á neðri hæð staðarins opnaður og ekki kom neitt annað til greina en að fá stórsveitina Sólstafi til að eiga heiðurinn á því að vera fyrsta hljómsveitni til að stíga þarna á stokk.


Sólstafi þarf vart að kynna fyrir rokkþyrstum Íslendingum enda hefur hljómsveitin verið ein albesta og vinsælasta þungarokksveit landsins um árabil og sló svo algjörlega í gegn á síðasta ári þegar að platan Svartir Sandar kom út. Húsið opnar kl 21:00 og það er frítt inn í boði Jim Beam

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.