Púlsinn

Púlsinn 2. mars 2012

Stærsti þungarokksviðburður í Reykjavik er á nasa um helgina. Laugardaginn 3. mars  keppa 6 íslenskar sveitir um það hver verður fulltrúi íslands á Wacken Open Air í ágúst en þar fer lokakeppnin fram. Sveitin sem stendur uppi sem sigurvegari á Wacken hlýtur að launum hljómplötusamning við Nuclear Blast, öflugasta óháða þungarokksútgáfufyrirtæki í heiminum.Miðasala er á midi.is og það kostar 2.500 kr inn. Enginn peningur fyrir þessa veislu! 


Eftir slétta viku mun hljómsveitin Agent Fresco halda órafmagnaða tónleika í Gamla Bíói ásamt hljómsveitinni Eldar. Nánar tiltekið föstudagskvöldið 9. mars.
Miðasala er hafin á Miði.is og eru áhugasamir hvattir til að tryggja sér miða en miðaverð er 2500 kr.


Tónleikaveislan á Bar 11 heldur áfram nk. föstödagskvöld þegar að hin frábæra hljómsveit Árstíðir stígur á svið.


Hljómsveitin Árstíðir hefur að undanförnu einbeitt sér að því að spila í útlöndum og hefur komið sér upp tryggum aðdáendahópum í Austur Evrópu og Rússlandi. Þá hefur hljómsveitin nýlega náð sér í plötusamning í Þýskalandi og stefnir að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu bróðurpart sumarsins.


Húsið opnar klukkan 21:00 og eftir tónleika mætir DJ í búrið. Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.