Púlsinn

Púlsinn 14. febrúar

Skráning í músiktilraunir 2012 hefst 20. febrúar og því þurfa flytjendur að hefja undirbúning fyrir umsókn á næstunni segir í fréttablaðinu. Tónlistarhátíðin hefst 23. og lýkur með úrslitakvöldi í Austurbæ 31. mars.

Tónlistarverðlaun X-977 verða haldin með látum á Nasa næstkomandi fimmtudagskvöld. Kosningin er í fullum gangi inná x977.is. Nýliða ársins má svo velja inná fésbókarsíðu Beck´s á Íslandi þar sem að heppnir þáttakendur geta unnið miða á hátíðina og ýmsan annan glaðning.

Prinspóló er að fara í tónleikaferð til Noregs, Sviss og Belgíu.

Hirðinni fannst í besta falli kjánalegt að fara í tónleikaferð til

þessara landa og halda ekki tónleika á Íslandi því öll þessi lönd eru

tengd í gegnum Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA.

Prinspóló mun því halda tónleika á Faktorý næstkomandi fimmtudagskvöld

kl. 22:00. Hinn óviðjafnanlegi Loji hitar upp með söngvum og gamanmáli.

Miðaverð er 1.000 kr við hurðina

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 18:00Akraborgin
  • 18:00 - 22:00Orri Freyr
  • 22:00 - 23:00Gufuvélin
  • 23:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkur