Púlsinn

Púlsinn 7.febrúar 2012

Tónlistarverðlaun X-ins 977 fara fram fimmtudaginn 16.febrúar á skemmtistaðnum NASA. Hægt er að kjósa um sigurvegara á nýrri og glæsilegri heimasíðu X-977 á www.x977.is.

Til að kjósa nýliða ársins þarf hinsvegar að fara á fésbókarsíðu Beck's á Íslandi og kjósa þar og geta þátttakendur átt vona á hressandi aukavinningum.

Á verðlaunaafhendingunni sjálfri koma svo fram hljómsveitirnar Of Monsters and Men, Mugison, Sólstafir. Valdimar, Vicky og Samaris. Miðasala fer fram á www.dilar.is og hefst miðasalan á miðnætti og kostar miðinn einungis 977kr.

 

Nú hefur verið opinberað að ný hljóðversplata frá Sigur Rós sé tilbúinn og er áætlað að hún komi út í vor. Þetta staðfesti Kjartan Sveinsson við Fréttablaðið. Aðdáendur sveitarinnar fagna væntanlega þessum fréttum en heil fimm ár eru liðin frá því að síðasta plata sveitarinnar "Með suð í eyrum við spilum endalaust" kom út. Áætlað er að Sigur Rós haldi af stað í hljómleikaferðalag í ágúst.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur